18 Mars 2008 12:00

Fimm karlar, sem flestir eru um tvítugt, brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar um helgina. Þeir voru allir handteknir í miðborginni aðfaranótt sunnudags en mennirnir létu ófriðlega og neituðu að hlýða fyrirmælum. Þremur þeirra hafði áður verið vísað út af skemmtistað vegna slagsmála. Hinir tveir slógust þegar lögreglan kom á vettvang og fengust ekki til að láta af þeirri iðju.