25 Janúar 2007 12:00
Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta sólarhring. Ætluð fíkniefni fundust í fórum tveggja karlmanna á þrítugsaldri sem lögreglan stöðvaði með skömmu millibili í Breiðholti um kvöldmatarleytið.
Nokkru síðar voru tveir piltar um tvítugt handteknir í austurborginni en þeir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Síðla kvölds fundust ætluð fíkniefni í húsi í Kópavogi en tveir karlmenn, annar um tvítugt og hinn nokkru eldri, voru færðir á lögreglustöð vegna málsins.
Og í nótt var fertugur karlmaður handtekinn í miðborginni en hann er sömuleiðis grunaður um fíkniefnamisferli.