24 Október 2007 12:00

Fimm manns voru handteknir í Mosfellsbæ í nótt eftir að lögreglu barst tilkynning um fólk í annarlegu ástandi í ónefndu húsi. Þegar lögreglan kom á staðinn voru þar fjórir karlar, þrír á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri, og ein stúlka, 16 ára. Hún var meðvitundarlaus en rankaði fljótt við sér. Þau eru öll grunuð um fíkniefnamisferli. Yfirheyrslur standa enn yfir.

Í húsinu fannst nokkuð af lyfjum og ein haglabyssa. Einn karlanna var með ætluð fíkniefni í fórum sínum en við húsleit á heimili hans í Reykjavík í nótt fundust þar einnig ætluð fíkniefni.