1 Febrúar 2012 12:00

Mikið af þýfi fannst við fimm húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þegar er búið að tengja það við muni sem var stolið í 7-8 innbrotum í umdæminu en viðbúið er að hlutir úr fleiri innbrotum eigi eftir að koma við sögu. Rannsókn málsins miðar vel en unnið er að því að koma hlutunum aftur í réttar hendur. Þrír menn voru handteknir í þágu rannsóknarinnar en þeir hafa allir áður komið við sögu hjá lögreglu. Einn þeirra er rúmlega þrítugur, annar er á þrítugsaldri en sá þriðji er innan við tvítugt.

Hér má sjá hluta af þýfinu.