22 Nóvember 2011 12:00

Um helgina voru fimm ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra voru stöðvaðir á laugardag og þrír á sunnudag. Þetta voru fjórir karlar á aldrinum 15-36 ára og ein kona um tvítugt. Sá yngsti í þessum hópi hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki öðlast ökuréttindi. Engu að síður hefur lögreglan áður haft af honum afskipti fyrir sama brot.

Afleiðing fíkniefnaaksturs.