31 Ágúst 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för fimm ökumanna í Reykjavík um helgina sem allir voru undir áhrifum fíkniefna en einn þeirra var jafnframt með fíkniefni í fórum sínum. Fjórir þessara ökumanna reyndust ennfremur vera próflausir.