10 Ágúst 2010 12:00

Um helgina voru fimm ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og Kópavogi og einn í Hafnarfirði. Þetta voru þrjár konur og tveir karlar en fólkið er allt á þrítugsaldri. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi en annar þeirra var með barnið sitt í för þegar akstur hans var stöðvaður um helgina.