2 Mars 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för fimm ökumanna í umdæminu um helgina en hinir sömu voru allir undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru allt karlar en þeir voru teknir víðsvegar í borginni. Mennirnir eru á aldrinum 17-36 ára. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.