11 Janúar 2008 12:00
Fimm karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. janúar en þeir réðust að lögreglumönnum við skyldustörf á Laugavegi í nótt. Þrír þeirra voru handteknir á vettvangi en tveir síðdegis á heimili sínu í Reykjavík. Fimmmenningarnir, sem eru á aldrinum 19-25 ára, eru allir af erlendu bergi brotnir.