1 September 2006 12:00
Lögreglan í Reykjavík veitti fimmtán ára ökumanni á léttu bifhjóli (skellinöðru) eftirför í gær. Pilturinn virti ekki stöðvunarmerki lögreglunnar og reyndi að stinga hana af. Eftirförin stóð þó stutt því ungi maðurinn missti stjórn á hjólinu og datt en meiðsli hans voru óveruleg.
Engin skrásetningarnúmer voru á hjólinu enda er það óskráð. Pilturinn reyndist jafnframt réttindalaus til að stjórna slíku ökutæki. Ungi ökumaðurinn var færður á lögreglustöð en hann iðraðist mjög gjörða sinna og lofaði bót og betrun.