18 Ágúst 2008 12:00

Nokkuð var um pústra á höfuðborgarsvæðinu um helgina en fimmtán líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar. Nær allar teljast minniháttar en í fáeinum tilvikum sátu árásarþolar eftir með glóðarauga eða brotna tönn. Einn karl fór heim úr miðborginni bólginn og með brotin gleraugu en sá var sleginn í andlitið af konu. Aðspurð sagði konan að maðurinn hefði verið dónalegur og því hefði hún brugðist við með þessum hætti.