1 Júní 2011 12:00
Karl á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir hylmingarbrot. Maðurinn var handtekinn í byrjun febrúar en hjá honum fannst mikið magn af þýfi en um var að ræða stolna muni úr fjölmörgum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness en í honum segir m.a. Hylmingarbrot ákærða lúta bæði að vörslum og sölu á þýfi. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að brotastarfsemi ákærða var umfangsmikil og skipulögð og átti sér stað um margra mánaða skeið. Þá er litið til þess að brot ákærða lúta að talsverðum verðmætum. Að þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna, en til frádráttar henni komi gæsluvarðhald, sem ákærði hefur sætt frá 4. febrúar 2011.
Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.