18 Nóvember 2008 12:00
Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudagskvöld, fimm á laugardag, sex á sunnudag og tveir aðfaranótt mánudags. Tólf voru teknir í Reykjavík, tveir í Garðabæ og einn í Kópavogi. Þetta voru fjórtán karlar á aldrinum 17-46 ára og ein kona, 22 ára. Sjö karlanna eru á þrítugsaldri, einn á fertugsaldri, fjórir á fimmtugsaldri og tveir undir tvítugu. Fjórir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og tveir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Einn til viðbótar reyndist jafnframt eftirlýstur fyrir aðrar sakir en viðkomandi var færður í fangageymslu.