25 Júlí 2007 12:00

Fimmtán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og verður það að teljast lítið. Eitt óhappanna má rekja til aksturs undir áhrifum fíkniefna en þar átti í hlut fertugur karlmaður. Tveir piltar um tvítugt voru sömuleiðis stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og þá var karlmaður á fimmtugsaldri tekinn fyrir ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði einnig för tvítugs pilts í útjaðri borgarinnar en sá var hraðferð og tók fram úr allnokkrum bifreiðum hægra megin, þ.e. á vegöxl, en aksturslag hans þótti afar glannalegt.