16 Október 2002 12:00
Í gærkvöldi réðst lögregla til inngöngu í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði vegna gruns um kannabisræktun þar innandyra. Fjörutíu og sex kannabisplöntur fundust, sem og tæki og tól til framleiðslunnar. Þrír einstaklingar á þrítugsaldri, tveir menn og kona, voru handtekin. Yfirheyrslur yfir fólkinu stóðu fram undir miðnætti en að þeim loknum var öllum sleppt. Málið telst upplýst.
Um sexleytið í gærdag fór lögregla til húsleitar í íbúð tvíbýlishúss í Hafnarfirði eftir að um tvö hundruð grömm af kannabisefnum höfðu fundist þar í sameign. Húsráðandi, kona á fertugsaldri, og gestkomandi maður voru handtekin og yfirheyrð. Málið er í rannsókn.