24 September 2010 12:00

Sex aðilar sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fjársvikamáli. Þeir voru handteknir í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu, mislengi þó. Þegar er búið að úrskurða einn þeirra í áframhaldandi gæsluvarðhald og í dag var annar sömuleiðis úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Í síðarnefnda tilvikinu var lögð fram krafa um tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða  til 8. október, og á hana var fallist í héraðsdómi.

Um verulega fjármuni er að ræða í þessu fjársvikamáli.