29 September 2010 12:00

Fimm aðilar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fjársvikamáli. Lögð var fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. október og á hana var fallist í héraðsdómi. Einn til viðbótar situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar en um verulega fjármuni er að ræða í þessu fjársvikamáli.