6 Október 2010 12:00

Karl á fertugsaldri, sem var handtekinn í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Fimm aðilar sitja hinsvegar enn í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar en um verulega fjármuni er að ræða í þessu fjársvikamáli.