15 Nóvember 2010 12:00

Karl á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í síðasta mánuði, var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum á föstudag en hann er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu en um verulega fjármuni er að ræða. Málið kom upp um miðjan september og hafa nokkrir aðilar setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn þess.