18 Janúar 2007 12:00

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um miðjan dag voru tveir karlmenn handteknir í Kópavogi en þeir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Annar er tvítugur en hinn um þrítugt. Síðdegis voru fimm manns, þrír karlmenn og tvær konur, handtekin í austurborginni en í fórum þriggja þeirra voru ætluð fíkniefni. Fólkið, sem er á aldrinum 18-30 ára, var á stolnum bíl.

Um kvöldmatarleytið voru tveir piltar, 18 og 19 ára, handteknir í Hafnarfirði en ætluð fíkniefni fundust í fórum annars þeirra. Þá voru karlmaður og kona á þrítugsaldri handtekin í Mosfellsbæ í gærkvöld en þau eru grunuð um fíkniefnamisferli.