15 Maí 2008 12:00

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í þeim voru höfð afskipti af sex körlum á þrítugsaldri sem allir voru með fíkniefni í fórum sínum, ýmist amfetamín eða marijúana. Í tveimur málanna var um húsleit að ræða en í annarri þeirra fundust rúmlega 20 grömm af amfetamíni og nokkuð af marijúana.

Fyrrnefndar aðgerðir eru liður lögreglu í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna.