14 September 2006 12:00

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær og nótt. Málin eru óskyld en samtals komu fimm aðilar við sögu en ætluð fíkniefni fundust á þeim öllum. Fólkið er á aldrinum 18-24 ára. Þá var maður á þrítugsaldri færður á lögreglustöð en hann var í annarlegu ástandi og hafði haft í hótunum við annan mann.

Lögreglan var einnig kölluð til í nokkrum minniháttar þjófnaðarmálum en talsvert ber á búðarhnupli þessa dagana. Þá er vitað um tvo bensínþjófnaði í gær. Að síðustu er vert að geta þess að engin innbrot var tilkynnt til lögreglunnar á síðasta sólarhring og það eru mjög góð tíðindi.