9 Febrúar 2018 11:24

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur á mótum Reykjanesbrautar og Vífílsstaðavegar í Garðabæ um níuleytið í morgun. Um aftanákeyrslu var að ræða, en einn bílanna sem komu við sögu var lögreglubifreið. Meiðsli þeirra sem voru fluttir á slysadeild eru ekki talin alvarleg.

Lögreglan kom upphaflega á vettvang vegna bifreiðar sem var skilin eftir, en af því tilefni minnir hún ökumenn á að kveikja á hættuljósum (hazard) ef skilja þarf ökutæki eftir á eða við veg af einhverjum ástæðum.