1 Október 2019 16:39

Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 29. október, á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Maðurinn var handtekinn í austurborginni síðdegis í gær eftir að tilkynning barst um rán á bifreið. Bifreiðin fannst nokkru síðar í Grafarvogi, sem og ökumaðurinn, en áður höfðu borist nokkrar tilkynningar um mjög ógætilegan akstur mannsins. Tveir aðrir voru enn fremur handteknir í þágu rannsóknar málsins, en þeir eru báðir lausir úr haldi lögreglu.