25 Október 2023 16:48

Kona um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 21. nóvember, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á sextugsaldri í íbúð fjölbýlishúss í austurborginni  í síðasta mánuði.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.