16 Júlí 2015 14:59

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júnímánuð 2015 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.  

Í júní bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 745 tilkynningar um hegningarlagabrot. Eru það álíka margar tilkynningar og bárust í maí. Á milli mánaða fjölgar ofbeldisbrotum um 18 prósent og eru nú um 84 prósent fleiri en í júní í fyrra. Ætla má að breytt verklag í heimilisofbeldismálum sé líkleg skýring á þessari miklu fjölgun brota, en um 38 prósent tilkynninga um líkamsárásir í júní voru vegna heimilisofbeldis. Kynferðisbrotum fækkar töluvert á milli mánaða og eru nú jafn mörg og á sama tíma í fyrra. Nytjastuldum heldur áfram að fjölga og eru nú orðnir um 77 prósent fleiri miðað við meðaltal síðastliðinna þriggja ára.

Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða skýrsluna.

Afbrotatölfræði LRH – júní 2015