1 Júní 2007 12:00

Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Fjórir voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði. Þetta voru fjórar konur og þrír karlmenn. Ein kvennanna er hálfþrítug, tvær um tvítugt en sú yngsta er 17 ára. Tveir karlanna eru á þrítugsaldri en annar þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Þriðji karlinn er á sjötugsaldri.

Tuttugu og tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær, nær öll minniháttar.  Þá hafði lögreglan afskipti af fjórum ökumönnum sem allir voru á bílum búnum nagladekkjum.