25 Mars 2008 12:00

Í Hamraborg í Kópavogi höfðu lögreglumenn afskipti af pilti um tvítugt sem kastaði af sér þvagi á almannafæri. Sá viðurkenndi brotið og á nú sekt yfir höfði sér. Þrátt fyrir játninguna var pilturinn allt annað en sáttur og furðaði sig á þessu vinnubrögðum. Hann sagði það eðlilegt að taka á þessháttar brotum í miðborg Reykjavíkur en ekki í Kópavogi. Þessu voru lögreglumenn á vettvangi ósammála og vísuðu í lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar.