13 Október 2008 12:00

Fjórir karlmenn milli tvítugs og þrítugs voru handteknir síðdegis á föstudag í aðgerðum lögreglu gegn sölu og dreifingu ólöglegra fíkniefni. Við leit lögreglu fannst amfetamín og kannabisefni sem lögreglan telur að hafi verið ætlað til sölu og dreifingar. Hinum handteknu var öllum sleppt að lokinni yfirheyrslu en þeir hafa allir áður komið við sögu í sambærilegum málum. Málið telst upplýst.