10 Júní 2011 12:00

Þrír karlmenn voru dæmdir til tveggja mánaða fangelsisvistar og sá fjórði í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir smygl á 58 kílóum af fíkniefninu Kat. Mennirnir voru handteknir á hóteli í Reykjavík í maí eftir að tollyfirvöld höfðu lagt hald á sex pappakassa með efnunum en mennirnir höfðu ætlað að senda þau til Bandaríkjanna og Kanada. Þeir þrír sem fengu styttri dóm játuðu og hefja afplánun dóms strax, en sá fjórði neitaði og tók sér áfrýjunarfrest. Honum var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfresti stendur eða til 8. júlí.