11 Apríl 2011 12:00
Um helgina voru fjórir ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þrír þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Þrír voru teknir á laugardag og einn á sunnudag. Þetta voru þrír karlar á aldrinum 17-25 ára og ein kona, 28 ára, en hún var á stolnum bíl. Tveir þessara ökumanna hafa aldrei öðlast ökuréttindi og sá þriðji hafði þegar verið sviptir ökuleyfi.