29 Júní 2010 12:00

Um helgina voru fjórir ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þrír þeirra voru stöðvaðir í miðborginni og einn í Háaleiti. Þetta voru allt karlar en tveir þeirra voru jafnframt með fíkniefni í fórum sínum, annar með marijúana en hinn með amfetamín. Fjórmenningarnir eru á aldrinum 20-50 ára. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og annar hefur aldrei öðlast ökuréttindi.