21 September 2010 12:00

Um helgina voru fjórir ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Þetta voru þrír karlar á aldrinum 16-19 ára og ein kona, 21 árs. Í fórum hennar fundust jafnframt fíkniefni en kona hefur ennfremur aldrei öðlast ökuréttindi. Sama á auðvitað við um 16 ára piltinn sem áður var getið.