14 Febrúar 2011 12:00

Um helgina voru fjórir ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en þeir voru stöðvaðir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Einn var tekinn á laugardagskvöld, annar á sunnudag og tveir aðfaranótt mánudags. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 17-30 ára en sá elsti hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Í bíl þess yngsta fundust fíkniefni en með honum í för voru þrír jafnaldrar sem voru sömuleiðis allir undir áhrifum fíkniefna og voru þeir einnig handteknir og fluttir á lögreglustöð.