23 Júní 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för fjögurra ökumanna í umdæminu um helgina en hinir sömu voru allir undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru allt karlar en þeir voru teknir víðsvegar í borginni. Mennirnir eru á þrítugs-, fertugs- og sextugsaldri en tveir þeirra höfðu þegar verið sviptur ökuleyfi. Þess má geta að einn fjórmenninganna ók á bíl sem var búinn nagladekkjum og verður því sektaður fyrir það að auki.