12 Desember 2012 12:00

Þrír karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fjórmenningarnir, sem allir eru á fertugsaldri, voru handteknir í gærkvöld í tengslum við aðgerðir lögreglunnar í austurborginni, en grunur leikur á að í húsi þar hafi verið stundað ólöglegt fjárhættuspil og að fyrrnefndir aðilar hafi staðið að því. Fjórir aðrir voru handteknir í fyrrnefndum aðgerðum, en þeim hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.