2 Febrúar 2012 12:00

Enn koma skriðdýr við sögu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en slanga fannst við húsleit í Reykjavík um síðustu helgi. Laganna verðir tóku hana í sína vörslu en þó aðeins í stutta stund. Í þessu tilfelli, sem og öðrum sambærilegum, var dýrið flutt að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Skammt er síðan önnur slanga fannst við húsleit í borginni.