17 September 2019 16:32

Flugmaður eins hreyfils flugvélar, sem lenti á Skálafellssvæðinu á þriðja tímanum í dag, hefur verið fluttur á Landspítalann, en tilkynning um atvikið barst rétt fyrir klukkan þrjú. Í henni var greint frá dökkum reyk, en fljótlega barst boð frá neyðarsendi flugvélar á svæðinu. Viðbragðsaðilar brugðust skjótt við og fór þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvang, en áhöfn hennar fann manninn og flutti á Landspítalann eins og áður sagði. Flugvélin er sömuleiðis fundin, en fulltrúar frá rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild lögreglunnar eru á leið á slysstað. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.