27 Desember 2019 09:47

Í gærkvöldi voru fjórir aðilar handteknir grunaðir um þjófnað á flugeldum sem stolið var frá Hjálpasveit Skáta í Kópavogi og verða þeir yfirheyrðir í dag. Við húsleit fundust flugeldarnir sem leitað var að og hefur sveitin því fengið sitt til baka. Fleiri munir fundust við leitina sem taldir eru tengjast öðrum innbrotum.