12 Nóvember 2015 16:45

Lítilli flugvél hlekktist á í flugi skammt sunnan Hafnarfjarðar um kaffileytið í dag, en tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 15.10. Fjölmennt lið björgunaraðila var sent á vettvang og fannst flugvélin tæpum hálftima síðar. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.