1 Október 2016 16:44

Nokkur hundruð manns tóku þátt í velheppnaðri flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Verkefnið var að fást við brotlendingu farþegaflugvélar með öllu sem því fylgir, en æfing af þessu tagi er mjög mikilvæg fyrir þá viðbragðs- og björgunaraðila sem þurfa að takast á við slíkt í raunveruleikanum. Auk Lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra tóku þátt Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Neyðarlínan, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Landspítalinn, Rauði krossinn og Isavia. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna æfingarinnar. Fjölmargir sjálfboðaliðar tóku þátt í æfingunni og er full ástæða til að þakka þeim fyrir alveg sérstaklega. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá flugslysaæfingunni í dag.
flugslysaaefing
flugslysaaefing
flugslysaaefing
flugslysaaefing
flugslysaaefing
flugslysaaefing
flugslysaaefing