26 Apríl 2021 18:20
Með hækkandi sól gerist það gjarnan að ökumenn „kitla pinnann“og það var einmitt raunin á Reykjanesbrautinni, á móts við Vallahverfi, í Hafnarfirði í dag. Allnokkrir voru staðnir þar að hraðakstri við eftirlit lögreglunnar, en sá sem hraðast ók mældist á 133 km hraða. Þarna er leyfður hámarkshraði 80 og viðkomandi á því yfir höfði sér sekt að upphæð kr. 130.000. Þess má geta að lögreglan var einnig við hraðamælingar á þessum sama stað fyrir fáeinum dögum og þá var ástandið ekki betra, einn ökumaður mældist á 151 km hraða og annar á 160. Báðir eiga ökuleyfissviptingu yfir höfði sér, auk sektar sem er vel yfir 200 þúsund.
Lögreglan minnir alla á að fara varlega í umferðinni og að flýta sér hægt!