26 Febrúar 2017 09:03

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ítreka að fólk reyni ekki að fara af stað fyrr en búið er að ryðja snjó af götum. Því miður hafa nokkrir vegfarendur ofmetið getu ökutækja sinna og hafa óskað eftir aðstoð vegna þess að þeir hafa fest sig, en lögreglan og björgunarsveitir geta ekki aðstoðað í slíkum tilvikum þar sem að ekki er nægur mannskapur í að sinna slíkum verkefnum. Snjómokstur tefst því í þeim götum þar sem bílar eru fastir. Við biðjum því fólk að halda sig heima þar til að snjómokstur er kominn vel af stað.