17 Ágúst 2011 12:00

Konu um sextugt brá illilega í brún þegar hún fór á fætur á heimili sínu í borginni í gærmorgun. Á sófa í stofunni hennar svaf ókunnugur karlmaður og hringdi konan strax eftir aðstoð lögreglu. Hinn óboðni gestur, sem var ölvaður, var vakinn og hélt hann sína leið eftir að hafa náð áttum. Engar skemmdir voru sjáanlegar í íbúðinni eftir næturgestinn en hann virðist einfaldlega hafa farið húsavillt þessa nótt.