25 September 2007 12:00

Nokkuð hefur borið á veggjakroti á höfuðborgarsvæðinu en reynt er að stemma stigu við því með ýmsu móti. Nauðsynlegt er að allir leggist á eitt, ekki síst foreldrar en þeir hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þessari baráttu. Ætla mætti að öllum foreldrum sé ljóst að veggjakrot er ekkert annað en eignaspjöll. Sú vitneskja virðist þó ekki vera öllum foreldrum kunn eins og lesa má um hér í athyglisverðum pistli frá lögreglumönnum á svæðisstöðinni í Grafarvogi.