21 September 2020 10:11

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tilnefnd til Foreldraverðlauna Heimils og skóla 2020, en hún er tilkomin vegna sérstaks tilraunaverkefnis embættisins sem gengur m.a. út á að efla tengsl lögreglu við börn, ungmenni og íbúa með annað móðurmál en íslensku. Lögreglumennirnir Unnar Þór, Hreinn Júlíus og Birgir Örn höfðu frumkvæði að verkefninu, en því hefur verið mjög vel tekið og er tilnefningin tilkomin vegna starfa þeirra í Breiðholti að þessu máli. Frá þessu var greint við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu á afmælisdegi samtakanna sl. fimmtudag, en þar voru jafnframt veittar viðurkenningar af ýmsu tagi. Meðfylgjandi mynd var tekin eftir athöfnina, en þar var sannarlega glæsilegur hópur samankominn.