2 Maí 2020 17:26

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir alla vegfarendur á að fara varlega þegar farið er um göngu- og hjólastíga í umdæminu, en á þeim er talsverð umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks þessar vikurnar.

Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningunum, líkt og sjá má á meðfylgjand mynd, og halda sig réttu megin, en ef það er gert geta allir komist leiðar sinnar með öruggum hætti.

Nú kunna einhverjir að ætla að þessar leiðbeiningar eigi ekki lengur við, en sú er ekki raunin. Þær eru í fullu gildi. Ef skilningur vegfarenda á leiðbeiningunum er ekki hinn sami hjá öllum er það áhyggjuefni og kallar á að bætt verði þar úr.