5 Júní 2020 09:11

Að vanda var sitthvað að fást við á næturvaktinni, en m.a. voru þrír ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og ökuréttindi þess þriðja voru útrunnin. Þá var ökumaður tekinn fyrir hraðakstur í Ártúnsbrekkunni, en bíll hans mældist á 155 km hraða. Sá þarf að greiða 230 þúsund í sekt og verður sviptur ökuréttindum í tvo mánuði að auki. Fáeinir kvörtuðu undan hávaðasömum nágrönnum í nótt, en þær tilkynningar hafa nú oft verið fleiri.