18 Janúar 2016 13:54

Undanfarið hefur þverfaglegur hópur Innanríkisráðuneytis, sem tveir starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eiga sæti í, staðið fyrir fræðslufundum um mansal. Í hópnum eru þau Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur embættisins og Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður en Snorri á meðal annars sæti í vinnuhóp Europol um þessi mál. Meðferð þessarra tilteknu mála, sérstaka við rannsókn og saksókn hafa verið til umfjöllunar en með þeim Snorra og Öldu hafa Drífa Snædal hjá starfsgreinasambandinu fjallað um aðkomu verkalýðsfélaga og Edda Ólafsdóttir fjallað um þátt félagsþjónustunnar; hvaða viðbrögð hafa verið til staðar gagnvart fórnarlömbum mansals og umfang slíkra mála.

Fundirnir hafa tekist einkar vel og yfir 1000 manns fengið fræðslu um þessi málefni, sem hafa m.a. orðið til þess að ábendingar um grun um mansal borist lögreglu. Fyrsti fundurinn fór fram í apríl 2014, en síðan hafa verið haldnir 30 fræðslufundir þar sem margskonar hópar hafa fræðst um þessi mál en vilji Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er að styrkja meðferð mansalsmála sökum alvarleika þeirra.

IMG_3850 12144890_10206060134397098_8029017548713885536_n