8 Febrúar 2018 16:36

Það var margt um manninn á Framadögum í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar kynntu fjölmörg fyrirtæki og stofnanir nám og atvinnutækifæri af ýmsu tagi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á meðal þátttakenda, en hjá embættinu er jafnan hægt að sækja um fjölbreytt og spennandi störf fyrir bæði lögreglumenn og borgaralega starfsmenn. Fulltrúi frá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar var líka á staðnum og veitti upplýsingar um starfsnám lögreglumanna, en um það sækja nemendur í lögreglufræði þegar þeir eru á fyrsta misseri. Námið í lögreglufræði fer fram í Háskólanum á Akureyri, en þar er kennt bæði í staðnámi og fjarnámi.